Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

24.4.06

Krummi krunkar úti

Maður pælir ekki mikið í textum við lög sem maður lærði þegar maður var lítill. Maður kann þá bara og þylur þá upp án þess að hugsa um hvað þeir eru. Tek sem dæmi lagið góðkunna Krummi krunkar úti (skrifa textann hér með fyrir þá sem ekki kunna).

Krummi krunkar úti
kallar á nafna sinn
ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæru skinn

komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn
komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn

Þegar maður syngur þetta hugsar maður, þetta er greinilega góður hrafn, deilir matnum með vini sínum.
En þegar maður reynir að sjá þetta fyrir sér þá eru þetta í raun bara tvær hræætur að éta dauða úldna kind. Lyktin þar að auki örugglega ógeðsleg.

5.4.06

Ótrauður Sauður

Margir nota orðtakið "að halda ótrauður áfram". Það þýðir alltsvo að láta ekkert stoppa sig eða að halda einhverju áfram án þess að láta trufla sig eða eitthvað í þá áttina. En ef maður gerir eitthvað með hálfum hug og gefst upp við minnsta mótlæti er maður þá "að halda trauður áfram", er maður þá trauður sauður?

Pæling!

 

Free Web Site Counter