Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

2.4.07

Að vangefnu tilefni

Það er búið standa lengi til hjá mér að pósta hér inn eins og einum pistli. En eins og flestir þekkja getur það dregist ótrúlega að gera einföldustu hluti, en eins og segir í máltækinu þá verður engin kona skækja af eins manns völdum.

Þannig eru mál með vexti að ég hafði einhverntíma lýst yfir löngun minni að bjóða samSteingrímum mínum að koma í spilaklúbb hingað austur, en þið vitið kannski ekki að ég er fluttur austur fyrir fjall eða á Hellu nánar tiltekið. Sjá hér.

Nú er spurning hvort að áhugi sé á einu landsbyggðarspilakveldi? Dagsetning og tími dags væri eitthvað sem þyrfti að ræða í commentum. En eins og máltækið segir þá er vesæl sú mús sem hefur aðeins eitt hús.

Nú vil ég varpa fram ferskeytlu og býst við svari í bundnu máli frá hverjum og einum Steingrími, en hún hljóðar svo:

Að svífa yfir Heiðina,
tekur ca. 50 mín.
Til að seðja hungursneyðina,
með kók og appelsín?


Páll svarar:


Mig hræðir eigi heiðin sú,
þó það væru 100 mín.
En varðandi drykki spyr ég nú,
Fær maður ekkert brennivín?


Himmz svarar:

Spilakveldið ég stefni á
svífandi yfir leiti
Hella er pleisið Garon hjá
Haldið verður teiti,

Ef í boði er brennivín
bjór og meir af þeim toga
Þá þykir líklegt að fyllisvín
Þurfi úr sér að sofa,

Þá vandast muna til málið
menn vantar jú næturstað
Auðvelt er sopið kálið
ef Einar æki í hlað.

(báðar leiðir ;o)

Efnisorð:

 

Free Web Site Counter