Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

23.3.05

Gleðilega páska Steingrímar

8.3.05

Gunnar Aron Ólason

Mig langar bara að birta hérna mynd af Aroni sem var tekin af honum við komuna á spilakvöld hjá Einari í gær.


Ég vil einnig við þetta tækifæri reka af mér það slyðruorð að ég sé tapsár, það er bara ekki satt, ég er bara óheppinn!

Kvöld spila er gær í var

Hvað á maður að segja? Ég vann aftur!

7.3.05



Garon er tilbúinn!

2.3.05

Boðun á spilakvöld

Sælir reglubræður!

Ætla ég nú að kalla saman fund í hinni heilögu Steingrímsreglu næstkomandi mánudagskvöld klukkan 8. Vil ég þannig reka af mér það slyðruorð sem á mig var ómaklega klínt eftir seinasta spilakvöld. Augljóst er að til þess var boðað með of skömmum fyrirvara. Ef þið hafið einhverjar athugasemdir við þetta, vinsamlegast komið þeim á framfæri hér í til þess gerðum commenta tengli.

Virðingarfyllst
Einar E. Halldórsson

1.3.05

Innlegg

Sælir Steingrímar, er ekkert nýtt í'essu?

 

Free Web Site Counter