Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

16.7.07

Boðað til spilakvelds

Ekki er hægt að segja að Steingrímur hafi verið mjög virkur undanfarna mánuði. Ég ætla nú að reyna að bæta aðeins úr því og boða til spilakvölds á heimili mínu, Svöluási 1b í Hafnarfirði fyrir þá sem ekkert vita. Þriðjudagurinn 24. júlí er sá dagur sem ég hef í huga, það má þó skoða betur ef ekki hentar. Spilað verður svokallað Continent Hold´em afbrigði af Risk.
Þar sem svo langt er um liðið síðan síðast var haldið spilakveld þá er ætlast til að menn leggi sérstakan metnað í þær veitingar sem komið verður með.

 

Free Web Site Counter