Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

5.4.06

Ótrauður Sauður

Margir nota orðtakið "að halda ótrauður áfram". Það þýðir alltsvo að láta ekkert stoppa sig eða að halda einhverju áfram án þess að láta trufla sig eða eitthvað í þá áttina. En ef maður gerir eitthvað með hálfum hug og gefst upp við minnsta mótlæti er maður þá "að halda trauður áfram", er maður þá trauður sauður?

Pæling!

 

Free Web Site Counter