Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

30.12.05

Afsökunarbeiðni - Yfirbót

Afsakið félagar Steingrímar. Ég var bara ekki með á nótunum, feilnóta í 12. sinfóníu Garons, ópus 29. Landhornaflakk setti strik í reikninginn ásamt almennri viðutanmennsku.

Ég stefni á að halda spilakvöld 2., 3. eða 4. jan til að reyna að endurheimta virðingu félaganna. Þetta mun verða viðhafnarspilakvöld svokallað. Formaðurinn heldur ræðu. Litríkur fatnaður stranglega bannaður, aðeins svart og hvítt leyft. Einnig er mælt með því að menn noti ermahnappa ef kostur er, hvort sem þeir eru í skyrtu eða ekki. Þeir sem mæta í hnésokkum mega búast við að verða vísað út. Fimmaurabrandarar skulu notaðir í hófi. Ef reglur eru eitthvað óljósar skal vísað í reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 993/2004 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Um brot á reglum þessum fer eftir hegningarlögum, lögum um meðferð opinberra mála, lögum um framkvæmd samnings um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra og öðrum landslögum, eftir því sem við á.

Óskað er eftir tillögum að nákvæmari dagsetingu af þessum þremur sem í boði eru, einnig er óskað eftir almennum umræðum um komandi spilakvöld og nánari framkvæmd þess.

27.12.05

Merry fucking Christmas !!!!!!!!!!!

6.12.05

Spádómskakan GÓÐA

Ég ákvað að kíkja á Spádómsvélina hans Garons og viti menn VOLA

Your Fortune Is
Support bacteria -- it's the only culture some people have!

The Wacky Fortune Cookie Generator


Þessi dómur gæti ekki verið meira viðeigandi,
ef hann væri meira viðeigandi þá væri það alls ekki viðeigandi! Hmm.
Sem sagt ljúfar stundir framundan og ekki langt undan sýnist mér þó nærsýnn c.
En eitthvað grunar mig nú að Garon hafi komið nálægt smíði þessararar spádómsvélar.
Enda skilst mér að maðurinn liggi þessa dagana yfir dómum og lögum og því ekki ekki að deila því með sótsvörtum almúganum, þ.e. dómunum og já jafnvel breyta þeim í spádóma.
Einnig læðist að mér sá grágrímugi grunur að Einar verkfræðingur tilvonandi hafi einnig tekið þátt í smíðinni á kökuspávél þessari. Sá kappi er einmitt að lesa byggingaverkfræði þessa dagana en þar sem hann er nú ekki enn orðinn fullgildur verkfræðingur vill ég benda á að öll vélasmíði af þessu tagi er varhugaverð þar til að algjörri sérfræðikunnáttu um slíka smíði er náð, og er því háð. Myrk í máli tel ég hinsvegar ekki hafa komið nálægt þessari tækjaframleiðslu en þó tel ég víst að eftir spádóma frá slíkri spádóma spuna vél þurfi einstaklingur sem spádóminn hlýtur mjög líkega, í algjöru framhaldi af dómnum, á brýnni sálfræðihjálp að halda. En sá myrkmálugi er einmitt að æfa slíka viðlaga hjálp í baugslandi um þessar mundir og er því framtíð hans björt, á þeim vettvangi, með tilkomu þessarar hrákasmíðar þeirra Garons og Einars.

Þessi pistill felur í sér ákaflega mikilvægan boðskap

Ekki er ráðlagt að drekka í vinnunni, sérstaklega ef þú hefur aðgang að TÖLVU!

SKál í vinnunni.

5.12.05

Spákaka

Ég fann spákökuvél á Netinu, fékk þetta...

Your Fortune Is

Man who scratch ass should not bite fingernails.


Spennandi tímar...

 

Free Web Site Counter