Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

2.2.05

Spilkvöld #2

Það gleður mig að tilkynna það að commenta kerfið er nú aftur virkt þannig að við getum nú ásamt gestum og gangandi veitt okkar álit á þeim póstum sem hér eru birtir.


Næsta mál á dagskrá er þá annað spilakvöld klúbbsins. Eftir að hafa rætt við alla meðlimi á höfuðborgarsvæðinu hafa tekist samningar um að hittast annað kvöld, þ.e.a.s. fimmtudagskvöld. Mun hittingur sá eiga sér stað heima hjá mér í Drápuhlíðinni. Þar sem ég er í fullu starfi sem þjálfari hins óviðjafnanlega 1. flokks Breiðabliks (allir kíkja þar á umfjallanir mínar um leikina) í körfubolta mun spilakvöldið hefjast ca. 21:20 þar sem útihlaup og þrekæfingar 1. flokksins hittast á sama tíma. Fyrrgreindar reglur um drykkjarföng og meðlæti verða í gildi og snyrtilegs klæðnaðs er krafist þar sem spiladúkurinn sem klúbburinn fjárfesti í fyrir nokkru verður vígður opinberlega í fyrsta sinn.


Gott væri ef meðlimir myndu formlega boða komu sína með þar til gerðum "commentum" til að draga úr símakostnaði klúbbfélaga og raunprófa að kerfið virki.


Einnig vil ég minna alla sem kíkja á þessa síðu að skrifa í gestabókina sem er staðsett fyrir neðan könnunina. Þar stendur til skiptis "Click here" sem útleggst á íslensku sem "Ýtið hér" og "Sign my guestbook" sem er einmitt útlenska sem þýðir "Skrifið í gestabókina mína".

Páll Guðbrandsson
Formaður Spilaklúbbsins Steingríms

 

Free Web Site Counter