Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

20.1.05


Steingrímur? Posted by Hello

Þetta er alltsvo myndin sem átti að birtast með fyrstu greininni, djöfull er ég fljótur að læra!

Þetta er verndari Spilaklúbbsins Steingríms, sjálfur Tony Clifton og þess má geta að þetta er hinn eini sanni Tony Clifton, þ.e.a.s. þetta er ekki Jim Carrey í gervi Tony Clifton heldur er þetta mynd af sjálfum Andy Kaufman sem Tony Clifton, svona var gervið gott í alvörunni! Kaufman var snillingur. En Tony Clifton var meiri snillingur og hefur hér með verið skipaður verndari Steingríms og hlýtur heiðursnafnbótina Steingrímur. Þeir sem ekki vita hver Tony Clifton er eru vinsamlega beðnir um að skríða út úr helli sínum, út á Bónusvídeó (eða aðra sambærilega myndbandaleigu) og leigja Man on the Moon sem er snilld!

 

Free Web Site Counter