Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

20.1.05

Fyrstu skrefin

Jæja þá stígur maður fyrstu skrefin í bloggheimi alnetsins. "Sjá síða er fædd, sem mun koma til að dæma lifendur og dauða!" segir í guðspjallinu. En þessi skref mín inn í gervihnattaöld eru ekki ætluð til eigin framdráttar, heldur til að auka hróður og samskipti innan Spilaklúbbsins Steingríms sem við félagarnir höfum haft í farvatninu síðustu mánuði. Upphaflega vorum við 4 sem unnum að hugmyndinni sem varð til vegna þess hve gríðarlega vel kærustur þriggja okkar virtust skemmta sér í sínum svokölluðu "saumaklúbbum".
Forviða reyndum við að skilja hvað gengi á í þessum klúbbum, var saumað? hvernig kom allur þessi matur til? Voru saumuð ílát undir matinn? hvað gekk þarna á? Eftir að hafa reynt ítrekað að komast til botns í þessu tók ég mig til og spurði mína ektakonu Guðnýju nánar útí þetta. Eftir að hafa meðtekið sannleikann bak við saumaklúbbana og rætt hann við Einar var tekin ákvörðun um að stofna Spilaklúbb til að félagarnir myndu örugglega hittast reglulega. Enda eru menn komnir til vits og ára........jah alla vega ára og orðið erfiðara að hittast allir.
Þannig kom hugmyndin að Steingrími til. Upphaflega voru 4 á bakvið þetta: ég, Einar, Gulli og Himmi. Síðan tekur Gulli skyndilega upp á því að skella sér á sjó á Hornafirði þar sem hann kúrir næturlangt í faðmi tengdaföður síns og voru þá góð ráð dýr og Gunnari Aron (þekktur sem Aron) boðin innganga. Það eru því 5 félagar sem stendur og markmiðið er að hittast visst oft í mánuði og spila einhver spil hæfandi jafn gáfuðum mönnum og hér eru saman komnir. Þessi síða verður því málgagn Spilaklúbbsins Steingríms auk þess sem meðlimir hans munu jafnvel viðra skoðanir sínar um menn og málefni, bændur og búalið auk alls þess sem þeim kann að liggja á hjarta. Þetta verður því einnig einskonar bloggsíða fyrir okkur í hópnum sem ekki eru færir um að halda úti slíkri síðu uppá okkar einsdæmi auk þess sem tilkynningar um og helstu úrslit af spilakvöldum okkar verða birt.
Fylgist því með þessu næsta stóra fyrirbæri sem er að renna úr vör og hefur þegar verið líkt við .com sprengjuna !

Ekki er hægt að lýsa Spilaklúbbnum Steingrími í orðum, en ef það er hægt í myndmáli þá væri hann c.a. svona.......


 

Free Web Site Counter