Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

20.1.05

Til hamingju!

Nú stefnir allt í Spilaklúbburinn Steingrímur verði formlega stofnaður næstkomandi föstudagskvöld. Klúbburinn hefur verið í burðarliðnum í nokkurn tíma núna og því við hæfi að óska öllum aðstandendum hans til hamingju nú þegar hin merku tímamót virðast óumflýjanleg. Leitt er þó að hafið hefur lokkað í burtu hann Gulla, einn af stofnmeðlimum Klúbbsins en mun vonandi skila honum aftur með vorinu.
Legg ég til að Páll Guðbrandsson, aðalhvatamaðurinn að stofnun þessa félags verði æviráðinn sem formaður Félagsins. Hann hefur verið óstöðvandi í viðleitni sinni til að koma þessu á fót og á heiður skilið fyrir þessa glæsilegu heimasíðu sem hann hefur komið upp hér.

Vil ég að lokum hrópa ferfallt húrra fyrir Spilaklúbbinum Steingrími.

Húrra, Húrra, Húrra, Húrra.

 

Free Web Site Counter