Kveðja frá Hrísey
Sælir félagar. Ég og aðrar skepnur höfum það bærilegt hér í Hrísey, fyrir utan að allt fuglalíf hér í eynni virðist hafa hrunið eftir komu mína af einhverjum óskliljanlegum ástæðum. Ég býst fastlega við að vera orðinn laus úr prísundinni fyrir fimmtudags aftan og mun því mæta svalur eins og hvalur til stofnfundsins ógurlega (þ.e.a.s ef Norðuleiðarútan stenst áætlun). Einnig renndi ég yfir Lög og ólög comrads Einars og styð þau heilshugar en þó með fyrirvara um breytingar hvar og hvenær sem er á meðan að mannskapurinn er með rænu. Um helgina varð ég fyrir þeirri frábæru lífsreynslu að verða vitni að Liverpool ósigri, og síðast en ekki síst stórsigri stórliðs Rauða djöflanna, þetta gladdi mitt litla hjarta gífurlega hér í einangrunar klefanum og jafnvel sólin tók sig til og skein í tilefni dagsins beint í augun á mér með tilheyrandi sólbruna og sjóntruflunum sem fylgdu í kjölfarið.
Kv Djúser í einangrun
Skál
<< Home