Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

20.1.05

Lög Spilaklúbbsins Steingríms

Ég ætla hér að koma með drög að lögum fyrir spilaklúbbinn Steingrím, þetta er einungis mín hugmynd að lögum og er því öllum frjálst að koma með breytingartillögur og aðrar tillögur ef þeim sýnist svo, líka mega menn koma með tillögu um að engin lög verði sett og allsherjar stjórnleysi ríki innan Spilaklúbbsins. En hér koma mínar hugmyndir.

Stofnsáttmáli Spilaklúbbsins Steingríms (SSS)
  1. Markmið Spilaklúbbsins Steingríms er að treysta vináttubönd meðlima með heilbrigðri ástundun hinna ýmsustu spila. Spil þessi skulu eiga það sammerkt að þroska hugann og veita útrás fyrir hinar miklu gáfur sem innan spilaklúbbsins þrífast.
  2. Stefnt er að því að spilakvöld verði ekki haldin sjaldnar en einu sinni í mánuði og munu menn skiptast á að bera ábyrgð á skipulagningu kvöldanna. Sá sem ábyrgð ber á skipulagningunni útvegar húsnæði og kaupir óáfeng drykkjarföng. Hinir skulu allir koma með eitthvað ætilegt og er það undir þeim sjálfum komið hvað það er. Þeir sem vilja neyta áfengra drykkja útvega þá sjálfir.
  3. Páll Guðbrandsson verður æviráðinn formaður Spilaklúbbsins Steingríms.
  4. Árlega skal kosinn gjaldkeri sem fer með stjórn hinna digru sjóða klúbbsins. Páll Guðbrandsson verður ekki gjaldgengur þar sem hann myndi eyða öllum peningunum í fyllirí.
  5. Meðlimir greiða hóflegt mánaðargjald, sem standa á straum af hinni árlegu árshátíð félagsins auk hugsanlega öðrum viðburðum. (Ég var að hugsa kannski 500 kall)
  6. Áfengisneysla á samkomum Klúbbsins verður með öllu heimil, svo framarlega sem menn verða sér ekki til ævarandi minnkunar.
  7. Til að nýr meðlimur verði samþykktur í hópinn þarf samþykki allra gildra meðlima.
  8. Stofnmeðlimir Spilaklúbbsins Steingríms eru Páll Guðbrandsson, Einar Egill Halldórsson, Hilmar Hilmarsson, Gunnlaugur Róbertsson og Gunnar Aron Ólason.

P.S. Hver er djúser

 

Free Web Site Counter