Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

24.1.05

Helgi hinna misjöfnu úrslita

Helgin hófst í Smáranum, meistaraflokkur vann ÍA (varð fyrir vonbrigðum með vin minn Alexander Ermolinskí) jákvæð úrslit, vann Pálma í 3-stiga keppni, 5 af 5 oní í bráðabana, jákvæð úrslit það, unnum Skallgrím í Borganesi með einu stigi úr víti eftir að leiktíminn var útrunninn, afar jákvætt, af þessum lestri að dæma mætti halda að ég hafi átt bara ansi góða helgi, en síðan fær maður úrslitin úr Liverpool leiknum og þá strokast öll góð úrslit út. Þetta er óþolandi hvað þetta lið getur verið mistækt. Alveg gersamlega óþolandi, það er eins gott að þeir nái 4. sætinu og verði búnir að taka sig saman í andlitinu næsta vetur þegar maður fer á Anfield (vonandi). Hlýtur að kosta skít á priki svona Anfield ferð í Köben. Fokk it nenni ekki að væla yfir þessu.

Annars langar mig að minnast á atvik sem ég varð vitni af um helgina og ég verð að segja að ég man ekki hvenær ég hló jafn mikið seinast. Á föstudagskvöld fór ég niðrí bæ með þeim Hjallabræðrum Pálma og Dodda. Við kíktum á Gaukinn þar sem var 18 ára aldurstakmark! Afgreiðslustúlkan tjáði mér að þrátt fyrir áhyggjur mínar um annað þá væri þetta alveg löglegt þar sem krakkarnir mættu ekki kaupa á barnum, my ass!!!, þetta er ekkert annað en unglingadrykkja, jæja skítt með það hvort þetta sé rétt eða rangt siðferðislega, ég er sennilega bara orðinn svona gamall, en það sem skiptir máli er að þetta eyðileggur algerlega staðinn fyrir mér! Við ætluðum að fara á Gaukinn þar sem alltaf er hægt að tylla sér í góðu tómi með öl við hönd og taka nokkra pool leiki á efri hæðinni. Það fór fjarri að við gætum það á föstudaginn. Þegar við loksins komumst inn eftir að hafa fylgst með ungri stúlku reyna að limlesta dyraverðina sem höfðu tekið af henni falsað skliríki (það þurfti 3 verði til að snúa hana niður) þá tók ekki betra við, það var bókstaflega maður við mann á allri efri hæðinni, allt einhver kids og einhverskonar andlitmálning í gangi við innganginn, þetta var eins og að koma inn á diskó á Ibiza (sem er ekki jákvætt þegar maður er að leita eftir rólegheita stemmningu yfir nokkrum pool leikjum) enda vorum við félagarnir fljótir að snúa við og kíktum á Roadhouse (áður Kapital, áður Thomsen) það var ekki alveg að gera sig enda 6 gestir inni (að okkur meðtöldum) og músíkin þanin svo hátt að blæddi úr eyrum viðstaddra. Æjá, best að fara að koma sér að sögunni fyndnu, jæja eftir að hafa kíkt á Ara snerum við aftur á Gaukinn til að hitta Max og Luke. Max er sá mesti útlendingasegull sem til er. Þrátt fyrir að hann hafi verið nánast ómálga af ölvun var hann búinn að kynnast einhverjum 6 útlendingum, þar af einum Glasgowbúa (sem b.t.w. hélt hvorki með Rangers eða Celtic heldur Iverness) sem settist hjá mér og Luke á neðri hæðinni, aðrir voru á einhverjum þvælingi um staðinn. En meðan við erum að spjalla þarna kemur að ung stúlka vel við skál sem ætlar að kveikja sér í rettu á sprittkerti sem stóð á borðinu. Hún beygði sig niður og á meðan hún var að reyna að samhæfa staðsetningu sígarettunnar og logans frá kertinu ýtti Glasgow ofaná hausinn á henni þannig að sígarettan sem var að verða tilbúinn til reykinga dýfðist ofaní vaxið. Eins og þið getið ímyndað ykkur varð daman ekki par ánægð með atburðarásina og reisti sig upp og starði á mig leitandi hatursfullu augnaráði og síðan á Skotann og einmitt meðan hún starði á mig kom Pálmi að borðinu og stóð fyrir aftan hana og eftir að hún hafði rannsakað mig og Skotann sneri hún sér við........tók þá ákvörðun að sá seki væri fundinn.......dúndraði í brjóstið á Pálma.........las honum pistilinn með þeim hætti að ekki verður haft eftir hér og strunsaði síðan burt! Ok, svipurinn á Pálma greyinu eftir að hún fór var ómetanlegur. Það mætti setja hann í orðtakabók undir "veit ekki hvaðan á sig stóð veðrið"! Þetta var svo fyndið að það var ekki laust við að ég brynnti músum. Það má alveg segja að þetta hafi bjargað helginni fyrir mér.

Einnig er að lokum vert að minnast á það fyrir áhugasama að stofnfundur Spilaklúbbsins fór ekki fram um helgina eins og ráðgert var, en Hilmar lagðist í fuglaflensu og var sendur til Hríseyjar í sóttkví og ekki er von á honum fyrr en á fimmtudaginn en stefnan hefur verið sett á að hafa hitting þá.

ps. Ef það er til hákarl heima hjá einhverjum látið mig vita því mér hefur verið tilkynnt að ef ég ætli að koma með þannig illa lyktandi viðbjóð heim muni verða búið að skipta um skrá á hurðinni.

 

Free Web Site Counter