Úrslit spilakvölds #2
Jájájájá, ég er Riskmeistari vikunnar og hafði ekki mikið fyrir því. 4 heiðursmenn mættu en formaðurinn beið mikinn álitshnekki áður en kvöldið byrjaði formlega með því að mæta, ekki of seint, heldur gjööörsamlega ólíðandi seint!!! En hvað um það, þessu er ekki viðbjargandi. Einar bjargaði því sem bjarga varð með því að koma með vínarbrauð.
Við spiluðum semsagt Risk og ég fékk það mission að ná Suður-Ameríku, Evrópu og svo þriðju heimsálfu að eigin vali. Himmi varð fyrir því óhappi að verða á vegi mínum og hlaut hann mikinn skaða af og náði sér eiginlega aldrei eftir rimmu okkar í byrjun spils. Páll hélt uppteknum hætti og sló eign sinni á Ástralíu í upphafi spils og einbeitti sér að því að halda þeirri álfu hvað sem á dundi. Að eiga Ástralíu var eiginlega það eina sem hann gerði allt spilið, hann var fyrst að ná sér á eitthvert strik þegar ég var um það bil að klára missionið mitt. Einar fékk að eigin sögn lélega gjöf í byrjun og urðu hans örlög að reyna að eignast Evrópu sem mig minnir að hann hafi ekki náð að halda henni eina einustu umferð þannig að hann var aldrei nein veruleg ógn.
Læt ég þetta duga að sinni en minni fólk að sjálfsögðu á að endurnýja áður en það verður um seinan.
<< Home