Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

16.2.05

Spilakvöld # 3 Úrslit!

Spilakvöld # 3 var haldið hátíðlega þann 11 febrúar og mjög stundvíslega þ.e.a.s. kl 20:30 heima hjá Formanninum. Þar voru mættir Formaðurinn (ótrúlegt en satt), Himmz á slaginu en Einar mætti svo 20 mín seinna án allra húsmæðralegra tilburða. þ.e. enginn heimabakstur í
þetta skiptið og upplifði mikla skömm og ávítur fyrir þann dónaskap. Aron er hinsvegar ekki enn mættur!
Spilað var hið ágæta spil Risk og sett var heimsmet í spilaklúbbi Steingríms með því að spila tvær rimmur af þeim hressandi leik sama kveldið. Það vildi nebbnilega svo vel til að rétt eftir að spilið var byrjað hafði undirritaður náð takmarki sínu sem var s-amerika og asía (að mig minnir) og þar af leiðandi slegið mótherja sína þvílíkt utanundir með herkænsku sinni og útaf laginu að annað eins hefur ekki sést. Eftir að persónulegri teningaárás formannsins (sem gerði álíka mikinn skaða og köst hans í leiknum sjálfum = No Damage) á sigurvegarann var lokið og ró farinn að færast yfir mannskapinn var afráðið að grípa í aðra rimmu sem endaði á sama hátt með því að undirritaður lagði hver landið eftir öðru undir fót og uppskar Ástralíu ( sem fór alveg með formanninn enda hans mottó að eiga þann landskika alltaf ávallt og allstaðar), Afríku og Asíu sem dugði til sigurs. Þó seinni rimman stæði aðeins lengur yfir og var í heildina litið jafnari þá sáu grey drengirnir aldrei til sólar og vissu yfirleitt ekkert hvað þeir væru að reyna eða ættu að gera í spilinu. Það er Því nokkuð ljóst að HERSHÖFÐINGI VIKUNNAR ER HIMMZ. OG Fór Hann Létt MEð ÞAð. Ég lýsi hér með eftir smá challenge frá spilafélögum mínu á komandi spilakvöldum því þetta fer að verða leiðinlegt til lengdar að vinna alltaf ;´)
Lifið Heil
Skál

 

Free Web Site Counter