Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

28.11.05

Jólahlaðborð

Ég og frúin fórum á föstudaginn á jólahlaðborð í boði KB-Banka. Það var haldið á Hótel Glym í Hvalfirði. Afar snoturt lítið hótel. Við áttum að koma með pakka á mann sem átti að gefa í pakkaleik. Sjöfn keypti sleipiefni og smokka og vakti það mikla kátínu þeirra sem fengu. Aðalskemmtun kvöldsins fólst þó í því að fylgjast með starfsfólki hótelsins sem var hvert öðru skrítnara. Þjónninn virtist ekki vera vel að sér í vínmálum því hann sá ekki muninn á hvítvíni og bjór og helti góðum hvítvínsslurk út í bjórinn hjá Sjöfn. Síðan sneri hann sér að næsta manni og ætlaði að hella rauðvíni út í kókið hjá honum.
Þaðan sem við sátum sást inn í eldhúsið þar sem tveir töffarar voru að vaska upp. Annar leit út fyrir að vera Rambó sem var búinn að fá nóg af málaliðinu. Hann hefur verið svona sextugur frekar stæltur í svörtum hlírabol með tattú á öxlinni. Hárið silfurgrátt og svaðalegur donut á andlitinu.
Meiri athygli vakti þó félagi hans því þegar ég sá hann fannst mér ég vera komin ein tólf ár aftur í tímann það er þegar ég sá hann Palla minn í fyrsta skipti. Drengurinn var Páll Guðbrandsson ársins 1993. Rauðhærður, slánalegur með risastór gleraugu og umfram allt alveg sérdeilis nördalegur. Já það er satt, Palli var einu sinni nörd. Þeir sem þekkja þennan geðþekka töffara í dag eiga eflaust erfitt með að kyngja þessu en svona var þetta.
Ein kokkan var einnig skemmtilega klædd til fótanna. Hún var þessum líka fína kokkagalla, stífpressaðri skyrtu og svörtum buxum. Við þetta var hún svo í skærbleikum plastklossum sem gersamlega æptu á mann.
Svo var þarna kvenþjónn um fertugt sem var örugglega uppgjafarstrippari. Hún var i fáranlega háhæluðum skóm og netasokkabuxum. Aflitaða hárið sem náði niður á rass var þrætt í gegnum einhvern gilltan rörbút, eitthvað svona sem Mel C hefði getað notað.
Maturinn var líka mjög góður!

 

Free Web Site Counter