Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

23.9.05

Ofur tissjú skammtarar

Sælinú!

Þar sem enginn annar virðist skrifa inn á þessa síðu verð ég víst að halda uppi fjörinu.
Hér í VR-II eru komnir sjálvirkir tissjú skammtarar á klósettin. Þeir virka þannig að maður veifar hendinni fyrir framan þá og hókus pókus hann ælir út úr sér passlega stórum tissjúskammti til að þurrka svo sem eins og tvær staðal stærðar hendur. Ég veit svo sem ekki hvað var að gömlu þurrkustöndunum þar sem maður togaði bara í og fékk þá eins og eina þurrku og ef maður var mjög blautur gat maður togað aftur og fengið aðra. Ég er farinn að hallast að því að menn vilji setja rafmagnsskynjaraelement í alla skapaða hluti bara út af því að það er hægt sama hvort það skilar einhverju eða ekki.

 

Free Web Site Counter