Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

22.9.05

Markmiðinu er náð, Einar er orðin 100 kg

Í síðustu viku ákvað ég að vömbin væri orðinn í það stærsta og keypti mér kort í Háskólaræktina. Þar hef ég verið duglegri en ég hef nokkurn tíma verið áður og hef mætt daglega og svitnað blóði.
Eini árangurinn af þessari vitleysu er að í gær er ég steig á vigtina blikkuðu öll aðvörunarljós, Einar var kominn í þriggja stafa tölu. Ég hefi áður komist hættulega nærri markmiðinu en þó hæst farið 99,5 kg þegar ég hef verið vigtaður.
Þrátt fyrir að þetta hafi verið yfirvofandi um langan tíma þá var þetta mér mikið áfall og sá ég fram að ef ekki yrði gripið hraustlega í taumana yrði ég fyrr en varir orðinn á stærð við föður minn, þeir sem til þekkja vita að hann er stór maður.
Ég hef því ákveðið að nú gangi þetta ekki lengur. Ég ætla að fara að drekka Léttmjólk. Palli ætti að vita manna best að þetta er mér ekki auðveld ákvörðun, stríðir í raun gegn grundvallarlífsviðhorfi mínu.
Auk Léttmólkurinnar ætla ég að hætta að borða nammi nema á laugardögum og borða meira grænmeti. Þar að auki mun ég halda áfram spriklinu og fara í Tæ Kvon Dó með Himma á miðvikudögum og föstudögum.
Ef þetta dugir ekki til að koma mér niður í viðunandi þyngdir þá gefst ég upp og kaupi mér LazyBoy og sest fyrir fram sjónvarpið með Kók og Prins og Franskar sem synda í Kokteilsósu og margt fleira óhollt og fer að njóta þess að hafa vinalegt lag utan á mér og hætti að hlusta á alla þessa vitleysu um að feitt sé ekki fallegt.
Varðandi spilamennskuna þá þýðir þetta aðeins að ég mun herja á ykkur af enn meiri þunga. Árangri síðasta spilakvelds verður fylgt eftir.

 

Free Web Site Counter