Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

29.9.05

Einar XRW

Já þá er það staðfest, Einar kominn í átak og hef ég tekið að mér að koma garpnum í flott form.
En Einar hefur æft stíft seinustu 2 vikur undir gjöfulli leiðsögn minni og það kom berlega í ljós í gær að árangurinn lét ekki á sér standa. En í gærkveldi mætti Einar XRW í fyrsta sinn í Taek kwon do tíma ásamt smá lyftingar sessioni og viti menn, sláandi niðurstöður kappinn hafði misst HEILT KÍLÓ eftir spriklið. Spurning hvort um vökvatap var að ræða skal ósagt látið. En þið sem þekkið Einar vitið að um stóran og sterkan strák er að ræða, það kom mér því skemmtilega á óvart hversu garpurinn var liðtækur í hinni fornri sjálfsvarnarlist TAEK KWON DU eða DO? Má segja að hann hafi farið hreint á kostum í gær og sparkað í mann og annan með þeim árangri að undrun sætti og steinlá hann í sumum tilfellum sjálfur í gólfinu þó ekki hrykki mótherjinn mikið við, slík var baráttugleðin í drengnum. Ég mun reyna að birta myndir af árangri XRW eftir því sem komið verður við. þ.e.a.s þegar ég læri að setja inn myndir á þessa blogg síðu ;-)

En af öðru fyrr á þessu ári ösnuðumst ég og XRW títtnefnur að heita á Pál nokkurn Gíraffa Guðbrandsson ókeypist flug og miða á Liverpoolleik í apríl næstkomandi, ef hann yrði reyklaus þangað til. Og er nú illt í efni, drengurinn virðist vera að standa sig í þessu veðmáli og útlit fyrir að við þurfum að punga út miklum fjárhæðum nú í apríl. Ég vil því biðja alla þá sem þekkja The Giraf að gefa honum sígarettu og ekki væri verra ef næðust myndir af athæfinu. En þess ber að geta að kappinn er nú staddur hér á klakanum í smá fríi frá Námi sínu í Danmörku. Er því tilvalið að sem flestir nálgist hann og bjóði honum smók á meðan hann er á klakanum.

Er svo ekki farinn að koma tími á eins og eitt gott spilerí ????

Skál og lifið heil.

Margur telur mig svið!

 

Free Web Site Counter