Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

19.2.05

Spilakvöld # 4 - Úrslit



Já það fór eins og flestir vissu, Garon reið feitum hestum yfir álfur og lönd. Ég sigraði semsagt andstæðinga mína sem voru að þessu sinni Páll formaður og Hilmar bjórmaður. Einar afboðaði áður boðaða komu sína og hafði formaðurinn það á orði að þetta hlyti að fara beint fyrir aganefndina sem starfar mjög leynilega því að enginn veit hverjir eru nefndarmenn og enginn hefur séð til funda hennar. Einar er því í mjög vondum málum og gæti átt von á því að svartur, númerslaus sendibíll aki hratt upp að honum þar sem hann er að rogast með innkaupapoka heim úr kjörbúðinni fulla af hveiti og lyftidufti, menn hrifsi hann inn í bílinn og taki hann til gjörðar.

En það breytir því ekki að ég vann rimmuna. Var ég búinn að minnast á það? Jæja ef ég var ekki búinn að því þá geri ég það hér með. Ég fékk missionið að ná Ástralíu og Norður-Ameríku. Ég náði að leyna því nokkuð vel því að andstæðingar mínir svömluðu saklausir á feigðarósi allt fram á síðustu stundu. Himmi var mér ansi erfiður ljár í þúfu í Suður-Asíu og Ástralíu er ég herjaði þar. Eftir að ég náði því svæði af honum lét hann reiði sína bitna á Evrópu sem ég hafði slegið eign minni á nánast frá byrjun. But little did he know því að þegar hann gerði mér þessa skráveifu var ég að sjá fyrir endann á missjoninu og kom það því ekki að eins mikilli sök eins og hann óskaði. Palli var nokkuð veikur framan af en var svo sannarlega að vinna sig upp þegar síðasti spretturinn var að fara í hönd. Ég held að ef ég hefði ekki klárað þetta mission mitt í þeirri umferð sem ég gerði það þá væri einhver annar en ég að skrifa sigurpistil. Og þó, hver veit?

Góðar stundir.


 

Free Web Site Counter