Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

7.6.06

V for Vendetta II











Jæja ég horfði á V for Vendetta í gær og verð að segja að hún var frábær svo ekki sé minna sagt. Þessi mynd er, hvernig á maður að orða það, tímabær. Það er kominn tími á að þenkjandi nútímafólk staldri við og velti eftirfarandi fyrir sér.

Erum við að skilja eftir betri heim fyrir börnin okkar en við fengum í hendurnar?

Getum við gert eitthvað til að bæta hann?

Getum við lifað með því að hafa ekki reynt?

Veltið þessu fyrir ykkur kæru bræður. Lifi Byltingin!

Ég legg til að 5. nóvember 2006 látum við eitthvað gott af okkur leiða, hvort sem það er að xxxxxxritskoðað af útsendara Stóra Bróðurxxxxxxx eða vinna sjálfboðavinnu eða hvað sem er. Vöknum áður en það er um seinan! Damn hvað þessi mynd kveikti í mér!

Lifið í lukku en ekki í krukku!

 

Free Web Site Counter