Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

28.9.06

Halda skulum kvöld spila ha já hmmm.

Sælir piltar, umræða var komin af stað með að halda spilakvöld í næstu viku. Ég er meira en til í að halda það og láta reyna á nýja borðið sem löggilt spilaborð.

Við skulum nú hefja viðræður um dagsetningu.

Ég vil byrja á að stinga upp á mánudagskvöldi, heima hjá mér gegn hreinsun á mengun og yfirtöku á tveimur dísel pallbílum og 8 milljón kakkalökkum.

Hvað segið þið um það?

 

Free Web Site Counter