Velkomin á vefsvæði Spilaklúbbsins Steingríms á alnetinu. Steingrímur er félagsskapur 5 ungra manna sem hafa einsett sér að hittast reglulega og auðga hugann með spilun þroskandi borðspila á við Risk, Scrabble, og Singstar. Ekki er enn ljóst hvaða tilgangi þessi vefsíða mun gegna en í versta falli mun ég reglulega birta pistla um það hve pirrandi það er að vera eini maðurinn á Íslandi sem kann að keyra kl. 8 á morgnanna.

24.3.06

Lyfta?

Orðapælingar eru göfug íþrótt og aðeins á færi fluggáfaðra manna eða ofurgáfaðra apa.

Enska orðið fyrir lyftu er elevator. Elevator er greinilega komið af sögninni elevate sem þýðir að hækka/fara hækkandi. En hvernig er það þá ef maður er að fara ofaní námu sem liggur langt undir yfirborði jarðar væri maður þá ekki í raun að nota descendinator í stað elevator þar sem maður er að fara niður en ekki upp. Að taka síganda í raun.

Pæling!

 

Free Web Site Counter